Blúshátíð í Reykjavík 2017

Nú styttist óðum í Blúshátíð í Reykjavík 2017 en hún verður sett laugardaginn 8. apríl nk. með Blúsdegi í miðborginni þar sem Blúshátíðin leggur Skólavörðustíginn undir sig.

Við setningu hátíðarinnar verður tilkynnt um val á heiðursfélaga Blúsfélags Reykjavíkur 2017.

Boðið verður upp á lifandi blús víða á Skólavörðustígnum frá klukkan 14:00 til 16:00. Kveikt verður upp í grillunum og boðið upp á kjúklingavængi og pylsur. Tónleikar verða á Borgarbókasafninu í Grófinni kl. 16:00 og margt fleira.

Miðasala er á miði.is og við innganginn á Hilton frá kl. 19:00 tónleikadagana.