Umbi Roy (1972)

Umbi Roy var aukasjálf Ómars Valdimarssonar blaðamanns og umboðsmanns. Reyndar var einungis um að ræða útgáfu lítillar tveggja laga plötu (Bleikur fíll / Leggstu aftur) og eftirfylgni hennar sumarið 1972, svo ekki varð um eiginlegt framhald að ræða. Talsvert var gert úr því að um leyniflytjanda væri að ræða enda var leikurinn beinlínis til þess…

Ultra (1996-2003)

Pöbbabandið Ultra starfaði um árabil í kringum síðustu aldamót og lék víða um land. Anton Kröyer hljómborðs- og gítarleikari og Elín Hekla Klemenzdóttir söngkona voru aðalsprautur Ultra en sveitin var ýmist dúó, tríó eða kvartett. Önnur söngkona, Guðbjörg Bjarnadóttir starfaði með þeim einnig lengst af en auk þess komu við sögu gítarleikararnir Samúel Þórarinsson, Sævar…

UF-útgáfan [útgáfufyrirtæki] (1966-67)

UF-útgáfan (U.F. útgáfan) var skammlíf hljómplötuútgáfa í eigu Jóns Lýðssonar (síðar Karlssonar) en hún starfaði á árunum 1966-67. Aðeins komu út tvær plötur undir merkjum útgáfunnar en það voru smáskífur með Pónik og Einari og Dúmbó og Steina.

U3 project (1996-2009)

Ábreiðuhljómsveitin U3 project starfaði á árunum 1996-97 og hefur síðan endurvakin að minnsta kosti tvisvar sinnum (2002 og 2009) en sveitin sérhæfði sig í tónlist hinnar írsku sveitar U2. Meðlimir sveitarinnar komu allir úr þekktum hljómsveitum en þeir voru Rúnar Friðriksson söngvari, Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari og Birgir Nielsen trommuleikari. Einnig gæti…

Undir tunglinu (1991-94)

Undir tunglinu var danshljómsveit, starfandi í Grindavík í nokkur ár en sveitin gerði nokkuð út á ballmarkaðinn og kom frá sér einu útgefnu lagi. Undir tunglinu var stofnuð á fyrri hluta ársins 1991, ekki liggur fyrir hverjir stofnfélagar sveitarinnar voru en 1992 voru meðlimir hennar Almar Þór Sveinsson bassaleikari, Guðmundur Jónsson trommuleikari, Helgi Fr. Georgsson…

Undir fálkanum (1992)

Undir fálkanum mun hafa verið átta manna hljómsveit starfandi á höfuðborgarsvæðinu árið 1992. Engar frekari upplýsingar hafa fundist um hverjir skipuðu þessa sveit en hún var skammlíf.

Undir áhrifum (1995-96)

Á Akureyri var starfandi hljómsveit á árunum 1995 og 1996 sem bar heitið Undir áhrifum. Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru þeir Rúnar [?] söngvari, Ingvar Valgeirsson [?] gítarleikari, Ólafur Hrafn Ólafsson gítarleikari, Ármann Gylfason bassaleikari og Jón Baldvin Árnason trommari. Ingvar hætti fljótlega en nokkru síðar bættist Heimir [?] hljómborðsleikari í sveitina.

Umrót (1978-81)

Litlar heimildir er að hafa um hljómsveitina Umrót en hún var starfrækt á Sauðárkróki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar. Meðlimir sveitarinnar voru Margeir Friðriksson bassaleikari, Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Kjartan Erlendsson gítarleikari, Lárus Sighvatsson saxófónleikari og Stefán R. Gíslason hljómborðsleikari. Veturinn 1980-81 tók Ægir Ásbjörnsson sæti Lárusar saxófónleikara og Ingimar Jónsson (Upplyfting) tók…

Umbrot (1973-74)

Hljómsveitin Umbrot starfaði í Vestmannaeyjum um miðjan áttunda áratug liðinnar aldar, nánar tiltekið eftir gos en nafn sveitarinnar á sér einmitt skírskotun til Vestmannaeyjagossins 1973. Meðlimir Umbrots voru Einar Hallgrímsson gítarleikari, Bjartmar Guðlaugsson trommuleikari, Guðlaugur Sigurðsson hljómborðsleikari [?] og Friðrik Gíslason bassaleikari [?]. Þegar Bjartmar hætti í sveitinni tók Einar sæti hans við trommusettið en…

Umbi Roy – Efni á plötum

Umbi Roy – Bleikur fíll / Leggstu aftur [ep] Útgefandi: Scorpion Útgáfunúmer: S101 Ár: 1972 1. Bleikur fíll 2. Leggstu aftur Flytjendur: Ómar Valdimarsson (Umbi Roy) – söngur Ríó tríó – [?]

Afmælisbörn 26. mars 2017

Tvö afmælisbörn úr tónlistargeiranum líta dagsins ljós á Glatkistunni í dag: Hafnfirðingurinn Starri Sigurðarson bassaleikari Jet Black Joe og Nabblastrengja er fjörutíu og þriggja ára gamall í dag. Starri hefur leikið með Jet Black Joe nánast frá upphafi en með Nabblastrengjum reis ferill hans hæst er þeir félagarnir sigruðu Músíktilraunir Tónabæjar, þá ungir að árum.…