Umbi Roy (1972)

Ómar Valdimarsson

Umbi Roy var aukasjálf Ómars Valdimarssonar blaðamanns og umboðsmanns. Reyndar var einungis um að ræða útgáfu lítillar tveggja laga plötu (Bleikur fíll / Leggstu aftur) og eftirfylgni hennar sumarið 1972, svo ekki varð um eiginlegt framhald að ræða.

Talsvert var gert úr því að um leyniflytjanda væri að ræða enda var leikurinn beinlínis til þess gerður, t.d. var hægt að giska á réttan flytjanda á bakhlið plötuumslagsins sem hafði að geyma lista yfir fimmtíu manns.

Ekki hefur fengist staðfest hverjir léku undir á plötunni og sungu bakraddir með Ómari en ýmislegt bendir til að þar séu meðlimir Ríó tríósins á ferðinni en töluvert samstarf var á milli þeirra og Ómars í íslenska þjóðlagaheiminum.

Platan hlaut þokkalega dóma í Morgunblaðinu og Tímanum en þess má geta að Ómar Valdimarsson ritaði sjálfur gagnrýnina í síðarnefnda dagblaðinu.

Efni á plötum