Seðlar (1982-88)

Litlar heimildir er að finna um ballhljómsveitina Seðla frá Borgarnesi en hún starfaði um árabil þar í bæ. Staðfest er að Seðlar voru starfandi á árunum 1982-90, hugsanlega með hléum, en mögulega var hún starfandi mun lengur. 1990 voru í sveitinni Vignir Sigurþórsson söngvari og gítarleikari, Sigurþór Kristjánsson trommuleikari, Pétur Sverrisson söngvari og bassaleikari og…

Seco (1967)

Hljómsveitin Seco starfaði haustið 1967 og var að öllum líkindum í bítla- eða hippatónlistinni sem þá var við lýði hjá ungu tónlistarfólki. Pétur „rakari“ Guðjónsson var umboðsmaður sveitarinnar. Engar upplýsingar er hins vegar að finna um meðlimi Seco og óskast þær þ.a.l. sendar Glatkistunni.

Scruffy Murphy (1997-98)

Þjóðlagasveitin Scruffy Murphy starfaði í Hafnarfirði veturinn 1997-98 en sveitin sérhæfði sig einkum í írskri tónlist. Meðlimir Scruffy Murphy voru Hermann Ingi Hermannsson söngvari og gítarleikari (Logar, Papar o.fl.), Elísabet Nönnudóttir ásláttar- og flautuleikari (Hrafnar o.fl.), Poul Tschiggfrie söngvari og fiðluleikari og Sarah Tschiggfrie harmonikkuleikari. Scruffy Murphy lék aðallega á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu.

Scream (1967-69)

Blúsrokksveitin Scream starfaði á árunum 1967-69 og sérhæfði sig í tónlist hljómsveitarinnar Cream sem þá var á hátindi frægðar sinnar. Meðlimir Scream voru þeir Egill Ólafsson söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Gunnar Hermannsson bassaleikari og Júlíus Agnarsson gítarleikari en þeir voru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir. Sveitin leið sitt skeið en meðlimir hennar áttu…

Scorpion [útgáfufyrirtæki] (1972-73)

Útgáfufyrirtækið Scorpion var skammlíft ævintýri en útgáfan starfaði í um eitt og hálft ár. Jón Ármannsson, sem hafði starfrækt Tónaútgáfuna á Akureyri ásamt Pálma Stefánssyni, stofnaði Scorpion þegar hann sleit sig frá samstarfinu við Pálma um áramótin 1971-72 enda störfuðu þeir í sínum hvorum landsfjórðungnum. Scorpion starfaði ekki lengi, stórar plötur með Magnúsi og Jóhanni…

Sem (?)

Hljómsveit sem bar nafnið Sem starfaði á Bíldudal á áttunda áratug síðustu aldar. Engar heimildir finnast um nöfn meðlima sveitarinnar en þeir voru að líkindum mestmegnis kennarar við grunnskólann í plássinu. Allar frekari upplýsingar um Sem væru vel þegnar.

Selma Hrönn Maríudóttir – Efni á plötum

Selma Hrönn Maríudóttir – Einkamál Útgefandi: Tónaflóð Útgáfunúmer: TF001 Ár: 1990 1. Praying on an evening star 2. Einkamál 3. Í huga mér 4. Saltfiskrokk 5. Vonbrigði í G-dúr 6. Einn í húmi nætur 7. Rúna Rokk 8. I heard it said 9. Á þjóðhátíð ég fer 10. Hugleiðing Flytjendur: Jóhannes Eiðsson – söngur Sigurður…

Selma Hrönn Maríudóttir (1969-)

Nafn Selmu Hrannar Maríudóttur kemur víða við sögu íslenskrar menningarsögu, þótt hún sé í seinni tíð þekktust fyrir margverðlaunaðar barnabækur og vefgerð tengt því, á hún að baki tónlistarferil sem telur eina sólóplötu og aðra dúettaplötu auk þess sem hún hefur leikið inn á og átt efni á nokkrum plötum. Selma Hrönn (f. 1969) á…

Self realization in the experience of sensual love (1997)

Aðalsteinn Guðmundsson raftónlistarmaður, sem skapað hefur tónlist undir ýmsum aukasjálfum í gegnum tíðina s.s. Plastik, Yagya, Sanasol o.fl., kallaði sig Self realization in the experience of sensual love og átti efni á safnplötunni Tún en hún kom út vorið 1997, hún hafði að geyma tónleikaupptökur úr Norðurkjallara Menntaskólans við Hamrahlíð en Aðalsteinn var þá nemandi…

Seinar express (1982)

Seinar express var samstarfsverkefni Einars Arnar Benediktssonar (Purrkur Pillnikk, Sykurmolarnir o.fl.) og Torfa Rafns [?] orgelleikara en dúóið kom fram í örfá skipti haustið 1982. Ekki varð framhald á samstarfi þeirra.

Segulbandið [1] (1987-91)

Á Sauðárkróki var starfandi unglingahljómsveit undir nafninu Segulbandið árið 1987. Meðlimir sveitarinnar voru Fjölnir Ásbjörnsson söngvari (síðar prestur), Kristinn Kristjánsson bassaleikari, Kristján Kristjánsson trommuleikari, Óskar Örn Óskarsson gítarleikari, Arnbjörn Ólafsson hljómborðsleikari og Björgvin Reynisson gítarleikari. Ekki liggur fyrir hversu lengi Segulbandið starfaði en sveit með þessu nafni lék norðanlands 1990 og aftur 1991, að öllum…

Afmælisbörn 12. mars 2017

Á þessum degi er eitt tónlistartengt afmælisbarn á skrá Glatkistunnar: Hjördís Elín Lárusdóttir (Dísella) söngkona, hljómborðs- og trompetleikari er fertug í dag og fagnar því stórum tímamótum. Hún er ein Þriggja systra, dóttir Lárusar Sveinssonar trompetleikara og hefur komið víða við sögu í tónleikahaldi og plötuútgáfu. Hún gaf t.d. út plötuna Solo noi árið 2007,…