Scream (1967-69)

Scream

Scream

Blúsrokksveitin Scream starfaði á árunum 1967-69 og sérhæfði sig í tónlist hljómsveitarinnar Cream sem þá var á hátindi frægðar sinnar.

Meðlimir Scream voru þeir Egill Ólafsson söngvari, Ásgeir Óskarsson trommuleikari, Gunnar Hermannsson bassaleikari og Júlíus Agnarsson gítarleikari en þeir voru á aldrinum fjórtán til sextán ára gamlir.

Sveitin leið sitt skeið en meðlimir hennar áttu allir eftir að starfa við tónlist til lengri tíma, í mörgum þekktum sveitum.

Ekkert efni er til varðveitt á plötum með Scream en sagan segir að Söngurinn um dýrin í Týról með Stuðmönnum hafi orðið til á æfingum sveitarinnar.