Scruffy Murphy (1997-98)

scruffy-murphy

Scruffy Murphy

Þjóðlagasveitin Scruffy Murphy starfaði í Hafnarfirði veturinn 1997-98 en sveitin sérhæfði sig einkum í írskri tónlist.

Meðlimir Scruffy Murphy voru Hermann Ingi Hermannsson söngvari og gítarleikari (Logar, Papar o.fl.), Elísabet Nönnudóttir ásláttar- og flautuleikari (Hrafnar o.fl.), Poul Tschiggfrie söngvari og fiðluleikari og Sarah Tschiggfrie harmonikkuleikari.

Scruffy Murphy lék aðallega á pöbbum á höfuðborgarsvæðinu.