Sexí (?)

Hljómsveit mun hafa verið starfandi undir nafninu Sexí, hvenær liggur þó ekki fyrir. Sveitin innihélt Halldór Gylfason [?], Knút [?] og Tomma [?], en fleiri gætu hafa komið við sögu hennar. Allar frekari upplýsingar varðandi Sexí eru vel þegnar.

Sex appeal (1993-96)

Hljómsveitin Sex appeal var starfrækt á Hvolsvelli á árunum 1993-96 en hún var að hluta til stofnuð upp úr Munkum í meirihluta. Meðlimir sveitarinnar voru Þorsteinn Aðalbjörnsson trommuleikari, Sigurður Einar Guðjónsson hljómborðsleikari, Jón Guðfinnsson bassaleikari, Árni Þór Guðjónsson gítarleikari og söngvararnir Hreimur Örn Heimisson og Þorbjörg Tryggvadóttir. Sex appeal lék á sveitaböllum víðs vegar um…

Sexmenn [1] (1967)

Afar takmarkaðar upplýsingar er að finna um hljómsveitina Sexmenn en hún starfaði á Ísafirði árið 1967, hugsanlega þó mun lengur. Meðlimir voru, eins og nafn sveitarinnar gefur til kynna, sex talsins en fjórir hafa verið nafngreindir, Þórarinn Gíslason sem gæti hafa leikið á píanó eða hljómborð, Samúel Einarsson bassaleikari, Ólafur Karvel Pálsson saxófónleikari og Vilberg Vilbergsson…

Semen (1995-96)

Semen starfaði á árunum 1995-96 að minnsta kosti og var líklega eins konar raftónlistarsveit, Þorsteinn Ólafsson (Prince Valium) og Trausti [?] voru meðal meðlima sveitarinnar en ekki liggur fyrir hvort fleiri komu við sögu hennar. Semen lék nokkrum sinnum á uppákomum undir ljóðalestri.

Sem innfæddir (1983)

Sem innfæddir var dúett þeirra Einars Kr. Pálssonar bassaleikara (Jonee Jonee, Haugur o.fl.) og Kristjáns E. Gíslasonar gítarleikara (Box, Freðmýrarflokkurinn o.fl.) sem settur var saman fyrir eina tónleika í Nýlistasafninu við Vatnsstíg vorið 1983. Ekki varð framhald á samstarfi þeirra.

Sexin (1963-64)

Hljómsveitin Sexin starfaði veturinn 1963-64 og mun mestmegnis hafa spilað í Silfurtunglinu. Meðlimir hennar voru Jón Tynes [bassaleikari?], Magnús Eiríksson gítarleikari, Jón Lýðsson trommuleikari, Guðni Pálsson saxófónleikari, Eyjólfur Melsteð trompetleikari og Guðmundur Frímannsson sem líklega lék á gítar, allir fremur ungir að árum. Vorið 1964 var auglýst sérstaklega að sveitin léki lög með Beatles.

Sex á sviði (?)

Upplýsingar óskast um hljómsveitina Sex á sviði, hverjir skipuðu hana og hvenær. Heimild hermir að sveitin hafi verið skipuð íslensku tónlistarfólki í Svíþjóð, önnur heimild segir að þarna sé á ferðinni hljómsveitin Diabolus in musica á fyrri stigum. Ekkert er hins vegar að finna um hvort þetta sé sama sveitin eða tvær mismunandi hljómsveitir.

Sero (1958-60)

Upplýsingar um hljómsveit sem kallaðist Sero (einnig nefnd Seró) og starfaði í kringum 1960, eru afar takmarkaðar. Ekkert er að finna um hverjir skipuðu þessa sveit en Þórunn Árnadóttir söng meða henni haustið 1958, og Bjarni Guðmundsson (Barrelhouse Blackie) árið 1959 en það sumar lék sveitin á böllum á landsbyggðinni, mestmegnis um sunnan- og austanvert…

Septa (1989)

Ekki liggur fyrir hvort hljómsveitin Septa frá Bolungarvík var í raun starfandi sveit en hún átti lag á safnplötunni Vestan vindar, sem gefin var út af vestfirsku tónlistarfólki árið 1989. Meðlimir sveitarinnar á plötunni voru systkinin Pálína söngkona, Haukur trommuleikari og Hrólfur hljómborðsleikari Vagnsbörn, auk þess sem Magnús Hávarðsson gítarleikari, Kristinn Svavarsson saxófónleikari og nýstirnið…

Senicator (1999)

Hljómsveitin Senicator var ein sveita sem keppti í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík árið 1999. Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar, hversu lengi hún starfaði eða um gengi hennar í keppninni. Senicator átti a.á.m. lag á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem kom út í kjölfarið. Lagið samdi Jón Berg Jóhannesson (VDE-066, Etanól o.fl.) og gæti hann…

Send að sunnan (1976)

Árið 1976 var hljómsveit sem bar heitið Send að sunnan, starfandi við Menntaskólann við Tjörnina. Gunnar Kristinsson var hljómborðsleikari þessarar sveitar en engar heimildir er að finna um aðra meðlimi hennar. Þessi sveit starfaði líklegast í skamman tíma.

Afmælisbörn 18. mars 2017

Eftirfarandi eru þrjú afmælisbörn á lista Glatkistunnar: Selfyssingurinn Einar (Þór) Bárðarson, oft nefndur umboðsmaður Íslands, er fjörutíu og fimm ára. Einar hefur komið víða við í tónlistarlegum skilningi en þekktastur er hann þó fyrir umboðsmennsku fyrir Nylon. Hann hefur einnig sinnt umboðsmennsku fyrir ýmsa aðra, samið tónlist (m.a. Ertu þá farin? með Skítamóral og Eurovision…