Hljómsveitin Senicator var ein sveita sem keppti í hljómsveitakeppninni Rokkstokk í Keflavík árið 1999.
Engar upplýsingar liggja fyrir um meðlimi sveitarinnar, hversu lengi hún starfaði eða um gengi hennar í keppninni. Senicator átti a.á.m. lag á safnplötunni Rokkstokk 1999, sem kom út í kjölfarið. Lagið samdi Jón Berg Jóhannesson (VDE-066, Etanól o.fl.) og gæti hann hafa verið í sveitinni.