Scorpion [útgáfufyrirtæki] (1972-73)

scorpion-hljomplotur

Logo Scorpion útgáfunnar

Útgáfufyrirtækið Scorpion var skammlíft ævintýri en útgáfan starfaði í um eitt og hálft ár.

Jón Ármannsson, sem hafði starfrækt Tónaútgáfuna á Akureyri ásamt Pálma Stefánssyni, stofnaði Scorpion þegar hann sleit sig frá samstarfinu við Pálma um áramótin 1971-72 enda störfuðu þeir í sínum hvorum landsfjórðungnum.

Scorpion starfaði ekki lengi, stórar plötur með Magnúsi og Jóhanni annars vegar og Guðmundi Hauki hins vegar litu dagsins ljós, auk lítillar plötu með Umba Roy (Ómari Valdimarssyni) en það var líka allt og sumt.