Segulbandið [1] (1987-91)

segulbandid

Segulbandið

Á Sauðárkróki var starfandi unglingahljómsveit undir nafninu Segulbandið árið 1987.

Meðlimir sveitarinnar voru Fjölnir Ásbjörnsson söngvari (síðar prestur), Kristinn Kristjánsson bassaleikari, Kristján Kristjánsson trommuleikari, Óskar Örn Óskarsson gítarleikari, Arnbjörn Ólafsson hljómborðsleikari og Björgvin Reynisson gítarleikari.

Ekki liggur fyrir hversu lengi Segulbandið starfaði en sveit með þessu nafni lék norðanlands 1990 og aftur 1991, að öllum líkindum er um sömu sveit að ræða.

Segulbandið frá Sauðárkróki kom aftur saman 1992 en hún hafði þá ekki verið starfandi um einhvern tíma.