Undir áhrifum (1995-96)

Á Akureyri var starfandi hljómsveit á árunum 1995 og 1996 sem bar heitið Undir áhrifum.

Meðlimir sveitarinnar í upphafi voru þeir Rúnar [?] söngvari, Ingvar Valgeirsson [?] gítarleikari, Ólafur Hrafn Ólafsson gítarleikari, Ármann Gylfason bassaleikari og Jón Baldvin Árnason trommari. Ingvar hætti fljótlega en nokkru síðar bættist Heimir [?] hljómborðsleikari í sveitina.