Umrót (1978-81)

Umrót

Litlar heimildir er að hafa um hljómsveitina Umrót en hún var starfrækt á Sauðárkróki á áttunda og níunda áratug síðustu aldar.

Meðlimir sveitarinnar voru Margeir Friðriksson bassaleikari, Gunnar Ingi Árnason trommuleikari, Kjartan Erlendsson gítarleikari, Lárus Sighvatsson saxófónleikari og Stefán R. Gíslason hljómborðsleikari. Veturinn 1980-81 tók Ægir Ásbjörnsson sæti Lárusar saxófónleikara og Ingimar Jónsson (Upplyfting) tók við trommunum af Gunnari Inga.

Sveitin hætti störfum árið 1981.