U3 project (1996-2009)

U3 project

Ábreiðuhljómsveitin U3 project starfaði á árunum 1996-97 og hefur síðan endurvakin að minnsta kosti tvisvar sinnum (2002 og 2009) en sveitin sérhæfði sig í tónlist hinnar írsku sveitar U2.

Meðlimir sveitarinnar komu allir úr þekktum hljómsveitum en þeir voru Rúnar Friðriksson söngvari, Gunnar Þór Eggertsson gítarleikari, Friðrik Sturluson bassaleikari og Birgir Nielsen trommuleikari. Einnig gæti verið að Richard Scobie hafi sungið eitthvað með sveitinni.

Sveitin hefur í hin síðari skipti gengið undir nafninu U2 project.