Samkórinn Þristur (1977-87)

samkorinn-thristur

Samkórinn Þristur

Samkórinn Þristur starfaði í þremur hreppum í Eyjafirðinum á síðustu öld en kórinn söng einkum á tónleikum á heimaslóðum.

Kórinn var stofnaður 1977 og tók til starfa þá um haustið, svo virðist sem hann hafi einungis verið starfandi yfir vetrartímann og á vorin hélt hann árlega tónleika í félagsheimilinu Freyvangi en það var eins konar heimavöllur kórsins.

Samkórinn Þristur var alla tíð undir söngstjórn Guðmundar Þorsteinssonar frá Akureyri og starfaði að minnsta til ársins 1987 en það ár hélt kórinn upp á tíu ára söngafmælið.