Þungavigtarbandið (?)

Hljómsveit starfandi á Akureyri, líkast til á áttunda áratug liðinnar aldar, gekk undir nafninu Þungavigtarbandið.

Meðlimir Þungavigtarbandsins voru Mikael Jónsson trommuleikari (og hugsanlega söngvari), Árni Ingimundarson, Ingvi Rafn Jóhannsson og Hannes Arason, ekki liggur fyrir á hvaða hljóðfæri síðast töldu þremenningarnir léku.