
Baldur Ragnarsson
Aðeins eitt afmælisbarn er á skrá Glatkistunnar á þessum degi:
Þingeyingurinn Baldur Ragnarsson tónlistarmaður og áhugaleikari er þrjátíu og þriggja ára gamall í dag. Þótt flestir tengi Baldur við gítarleik og söng í hljómsveitinni Skálmöld hefur hann komið við í miklum fjölda sveita af ýmsu tagi, sem vakið hafa athygli með plötum sínum. Þar má nefna Ljótu hálfvitana, Morðingjana og Innvortis en einnig minna þekkt bönd eins og Bófa og Dætrasyni en hann spilar á hin ólíklegustu og ólíkustu hljóðfæri í þessum sveitum.