Afmælisbörn 17. ágúst 2017

Jón Trausti Hervarsson

Í dag er eitt afmælisbarn í tónlistargeiranum skráð hjá Glatkistunni:

Skagamaðurinn Jón Trausti Hervarsson er sjötíu og tveggja ár í dag en hann er kunnastur fyrir framlag sitt með hljómsveitinni Dúmbó sextett og Steina frá Akranesi sem starfaði í um tvo áratugi en hann var einn þeirra sem var allan tímann í sveitinni. Jón Trausti gegndi stöðu saxófónleikara og söngvara í Dúmbó en lék einnig eitthvað á gítar. Dúmbó og Steini starfaði ekki alveg samfleytt og í nokkrum pásum sveitarinnar lék Jón Trausti með Skagasveitunum Kútter Max, EF kvartettnum og Rapsódíu.