Geðveiki [2] (2003)

Árið 2003 starfaði í Breiðholtinu hljómsveit ungra tónlistarmanna undir nafninu Geðveiki.

Sveitin gæti hafa verið starfandi fyrir 2003 en vorið 2004 hafði hún breytt um nafn, tekið upp nafnið Mors og tók þá þátt í Músíktilraunum. Meðlimir sveitarinnar voru þá Jón Valur Guðmundsson söngvari og gítarleikari, Bergur Thomas Anderson bassaleikari, Albert Finnbogason gítarleikari og Hlynur Örn Jakobsson trommuleikari en ekki liggur fyrir hvort Geðveiki var skipuð sömu meðlimum.

Kjarni sveitarinnar starfaði síðar undir nafninu Big Kahuna.