Gazogen (1996)

Gazogen

Punksveitin Gazogen starfaði vorið 1996 og tók þá þátt í Músíktilraunum Tónabæjar, sveitin komst ekki í úrslit.

Meðlimir Gazogens voru Hlynur Magnússon söngvari og gítarleikari, Baldur Björnsson gítarleikari, Halldór Valgeirsson gítarleikari, Sindri Traustason bassaleikari og Friðjón V. Gunnarsson trommuleikari.

Sveitin varð að öllum líkindum skammlíf.