Stimpilhringirnir (1998-2003)

engin mynd tiltækHljómsveitin Stimpilhringirnir starfaði um árabil, um og í kringum aldamótin 2000.

Sveitin (stofnuð 1998) hafði að geyma meðlimi sem allir voru áhugamenn um motorcross-íþróttir og þegar VÍK (Vélhjólaíþróttaklúbburinn) hélt upp á tuttugu og fimm ára afmæli sitt árið 2003 gáfu Stimpilhringirnir út plötu til styrktar klúbbnum. Platan hlaut nafnið Í botni… og fékk ágætar viðtökur gagnrýnenda, t.d. mjög góða dóma í Morgunblaðinu.

Hjörvar Hjörleifsson stjórnaði upptökum á plötunni en meðlimir sveitarinnar voru þeir Heimir Barðason (Jonee Jonee o.fl.) söngvari, gítar- og bassaleikari, Þorsteinn Marel Þorsteinsson gítarleikari, Þorvarður Björgúlfsson kassagítarleikari og Jón B. Bjarnason trommuleikari, auk þess komu við sögu á plötunni Hjörvar upptökustjóri á gítar, Eyjólfur Þorleifsson saxófónleikari og Halldór Kristinn Júlíusson gítarleikari.

Efni á plötum