Nova [2] (2001-04)

engin mynd tiltækNafnið Nova virðist hafa verið mönnum nokkuð hugleikið um aldamótin því árið 2001 var hljómsveit stofnuð með því nafni en aðeins tveimur árum áður hafði önnur sveit borið það nafn.

Nova hin síðari starfaði í Reykjavík og í poppgeiranum, og var m.a. skipuð meðlimum sem gert höfðu garðinn frægan í Áttavillt og Reggae on ice.

Sveitin spilaði nokkuð 2001 og 02 en virðist síðan hafa lagst í dvala þar til hún poppaði upp haustið 2004 á Iceland Airwaves.

Meðal meðlima Novu voru Regína Ósk Óskarsdóttir söngkona, Daði Georgsson hljómborðsleikari og Gunnar Reynir Þorsteinsson trommuleikari en ekki liggja fyrir upplýsingar um aðra Nova-liða.

Líklega hætti sveitin störfum þarna um haustið 2004.