Nátthrafnar [1] (1978-85)

engin mynd tiltækHljómsveit að nafni Nátthrafnar var starfrækt um og eftir 1980, elstu heimildir um hana er að finna frá 1978 og starfaði hún a.m.k. til 1985 þegar hún lék á bindindismóti í Galtalæk um verslunarmannahelgina.

Engar upplýsingar hafa fundist um hverjir skipuðu þessa sveit utan þess að Erling Kristmundsson mun hafa verið trommuleikari í henni.

Önnur hljómsveit sem bar sams konar nafn starfaði nokkrum árum síðar en það mun að öllum líkindum vera allt önnur sveit.