Nátthrafnar [2] (1992-2001)

engin mynd tiltækHljómsveitin Nátthrafnar (hin síðari) var um áratuga skeið fastur gestur á samkomum um allt land og mun að öllum líkindum hafa einbeitt sér að tónlist fyrir þá sem komnir voru yfir þrítugt.

Sveitin sem starfaði allavega á árunum 1992-2001 (hugsanlega lengur) var skipuð þekktum einstaklingum eins og Guðmundi Benediktssyni (Mánum o.fl.) og Eggert Kristinssyni trommuleikara (Hljómum), einnig mun Oddur F. Sigurbjörnsson trommuleikari (Foringjarnir o.m.fl.) hafa leikið með sveitinni einhvern tímann en ekki er vitað um aðra liðsmenn Nátthrafna.