Nasistamellurnar (2002-03)

engin mynd tiltækNasistamellurnar, dúett þeirra Stefáns Arnar Gunnlaugssonar píanóleikara og söngvara og Ingvars Valgeirssonar gítarleikara og söngvara, starfaði 2001 – 2003 en þá skemmtu þeir félagar aðallega á pöbbum þar sem þeir spiluðu tónlist úr ýmsum áttum.

Nafnið Nasistamellurnar mun eitthvað hafa farið fyrir brjóstið á fólki og svo fór að þeir komu fram undir lokin undir nafninu Blúndudúlludrengirnir.