Maat mons (1990-92)

engin mynd tiltækHljómsveitin Maat mons (nefnd eftir eldfjalli á Venus) starfaði um og eftir 1990 og hafði að geyma meðlimi sem áttu síðar eftir að gera garðinn frægan í íslensku tónlistarlífi.

Litlar upplýsingar er að finna um sveitina aðrar en þær að Birgir Nielsen trymbill (Land og synir, Sælgætisgerðin o.fl.) var í henni en aukinheldur var þar að finna Árna Gústafsson (Lipstick lovers) sem spilaði að öllum líkindum á gítar. Sveitin hafði starfað í einhvern tíma þegar Ragnheiður Eiríksdóttir (Heiða í Unun) gekk til liðs við hana 1991 en aðrar upplýsingar um Maat mons er ekki að finna. Þær eru þó vel þegnar.