Misgengi (2005-09)

Misgengi

Hljómsveitin Misgengi var stofnuð haustið 2005 meðal kennara innan Menntaskólans við Sund, meðlimir voru Ásgeir Guðjónsson bassaleikari, Helgi Jónsson hljómborðsleikari, Friðgeir Grímsson söngvari, Ársæll Másson gítarleikari og Ari Agnarsson trommuleikari. Lóa Björk Ólafsdóttir söngkona bættist í hópinn snemma árs 2007.

Sveitin hefur einkum spilað á árshátíðum og þess háttar samkomum. Hún var enn starfandi 2009 en lognaðist smám saman útaf á því ári.