Magnús í hvalnum (1982)

engin mynd tiltækMagnús í hvalnum var starfandi 1982 og var hluti pönk- og nýbylgjusenunnar á Íslandi. Ekki liggur fyrir hver eða hverjir skipuðu sveitina, en Magnús í hvalnum gæti allt eins hafa verið einstaklingur.

Sveitin kom oft fram sumarið 1982 á vegum hópsins Upp og ofan ásamt sveitum eins og Þey og Jonee Jonee.