Made in China (1999-2004)

Made in China

Hljómsveitin Made in China kom frá Vestmannaeyjum og starfaði allavega á árunum 1999 til 2004 en hún var skipuð ungum tónlistarmönnum. Meðlimir sveitarinnar voru árið 2001 Gísli Stefánsson gítarleikari, Gísli Valur Gíslason bassaleikari, Gunnar Friðberg Jóhannsson hljómborðsleikari, Birkir Ingason trommuleikari og Ari Karlsson söngvari og gítarleikari, þá höfðu einhverjar mannabreytingar orðið á skipan hennar.

Made in China mun hafa verið endurvakin 2008 en ekki liggur fyrir hversu lengi hún starfaði þá.