Mods [1] (1966-68)

Mods[eldri]1

Mods

Mods (hin fyrri) var bítlasveit, stofnuð um áramótin 1966-67. Meðlimir sveitarinnar voru þeir Kári Jónsson gítar- og orgelleikari, Kolbeinn Kristinsson gítarleikari, Sigurjón Sighvatsson bassaleikari og Sveinn Larsson trommuleikari, að auki skiptust þeir þrír fyrst töldu á að syngja. Upphaflega mun Jón Kristinsson (bróðir Kolbeins) hafa verið í sveitinni en upplýsingar liggja ekki fyrir um á hvaða hljóðfæri hann lék.

Sveitin svo gott sem hætti störfum síðsumars 1967 þegar Sigurjóni bassaleikara bauðst að spila í Flowers sem þá var nýbyrjuð, og lá í dvala yfir veturinn 1967-68 en byrjaði aftur vorið ´68 með nýjan bassaleikara, Hjört Blöndal.
Sveitin starfaði þá um sumarið en hætti endanlega um haustið.