SauMA: Söngfélag Menntaskólans á Akureyri [félagsskapur] (1980-)

Innan Menntaskólans á Akureyri hefur verið starfandi söngfélag nemenda sem ber nafnið SauMA.

SauMA (sem stendur fyrir Saungfélag MA / Söngfélag MA) var stofnað haustið 1980 í því skyni að efla söngstarf innan Menntaskólans á Akureyri á nýjan leik en þá hafði ekki verið starfandi kór við skólann um nokkurra ára skeið, hvatamaður að stofnun félagsins var Sverrir Páll Erlendsson þáverandi kennari við skólann. Söngfélagið hafði því með kór skólans að gera og hafði jafnframt á stefnuskrá sinni að halda utan um almennan söng innan veggja skólans og halda utan um söngsamkomur s.s. Söngsal og Vísnakvöld, þá gaf SauMA út söngbókina SauMAbókina.

Félagið var virkt um tíma (misvirkt) og fljótlega varð kórastarfið eina verkefni þess, kór MA hefur að öllum líkindum starfað nokkuð samfleytt síðan en með tímanum hefur nafn SauMA horfið þó segja megi að kórastarfið innan skólans heyri strangt til tekið enn undir félagið.