Fyrirtæki sem bar nafnið Umboðsþjónustan starfaði í fáeina mánuði veturinn 1985-86 og annaðist þá umboðsmennsku fyrir fjölda hljómsveita og tónlistarmenn s.s. Stuðmenn, Grafík, Herbert Guðmundsson, Magnús Þór Sigmundsson og Fiction auk annarra skemmtikrafta.
Það voru þeir Sævar Pálsson og Halldór Sighvatsson sem voru eigendur og framkvæmdastjórar Umboðsþjónustunnar en þeir sáu einnig um að halda utan dansleikja- og skemmtanahald fyrir fyrirtæki og félagssamtök, útvega húsnæði, annast auglýsingar o.fl.
Umboðsþjónustan starfaði frá því um haustið 1985 og að minnsta kosti fram í mars 1986 en virðist þá hafa lagt upp laupana.