Íslenskur barnakór í Winnipeg [1] (1938)

Takmarkaðar heimildir finnast um barnakór sem starfaði undir stjórn Ragnars H. Ragnar í byggðum Íslendinga í Winnipeg, höfuðborgar Manitoba í Kanada.

Fyrir liggur að kórinn kom fram í útvarpi vorið 1938 en annað liggur ekki fyrir um þennan kór sem hér er nefndur Íslenskur barnakór í Winnipeg, upplýsingar vantar hins vegar um rétt nafn kórsins.