S.O.S. [1] (1951-53)

Hljómsveit sem bar heitið S.O.S. (SOS) og gekk ýmist undir S.O.S. tríó eða kvartett heitinu (jafnvel Danshljómsveit S.O.S.) starfaði snemma á sjötta áratug síðustu aldar, á árunum 1951-53. Þessi sveit starfaði líkast til fyrir austan fjall og spilaði þar mest s.s. í Árnes- og Rangárvallasýslu en einnig á þjóðhátíð í Vestmannaeyjum (1953) og reyndar eitthvað…

S.O.S. tríóið (1948-53)

Í kringum 1950 kom fram á sjónarsviðið tríó tónlistarmanna á barnsaldri undir nafninu S.O.S. tríóið, og vakti töluverða athygli. Líklega var tríóið stofnað árið 1948 en meðlimir þess voru þeir (Sigurður) Hrafn Pálsson gítarleikari, Ólafur Stephensen harmonikkuleikari og Stefán Stefánsson gítarleikari en þeir voru þá um tólf ára gamlir nemar í Miðbæjarskólanum, nafn sveitarinnar var…

Hrafn Pálsson (1936-2016)

Hrafn Pálsson var áberandi í tónlistar- og skemmtanalífi Íslendinga á árunum milli 1960 og 1980 en eftir að hann sneri baki við tónlistinni tók hann að mennta sig í félagsráðgjöf og starfaði síðan við heilbrigðisráðuneytið, m.a. við deildarstjórnun. (Sigurður) Hrafn Pálsson (f. 1936) var sonur Páls Kr. Pálssonar orgelleikara og fékk því tónlistina beint í æð en…