Salt (2000)

Salt

Haustið 2000 keppti hljómsveit sem bar nafnið Salt í Tónlistarkeppni NFFA (nemendafélags Fjölbrautaskóla Vesturlands á Akranesi) en sú keppni var árviss viðburður í félagslífi skólans lengi vel.

Salt var að líkindum skammlíf hljómsveit og ekki liggja fyrir upplýsingar um meðlimi hennar utan þess að Michael Nicolai Lucas Tosik fiðluleikari var einn þeirra, upplýsingar óskast um aðra Salt-liða.