Unhuman casualties (1993)

Unhuman casualties

Unhuman casualties var hljómsveit frá Akureyri sem var meðal keppenda í Músíktilraunum Tónabæjar vorið 1993.

Meðlimir sveitarinnar, sem reyndar var sögð í umsögn Morgunblaðsins leika fremur dauðapopp en -rokk, voru þeir Gunnbjörn Arnljótsson trommuleikari, Sigurður Pálmason bassaleikari, Hjörtur Halldórsson gítarleikari, Ari Fannar Vilbergsson gítarleikari og Árni Jökull Gunnarsson söngvari.

Unhuman casualties komst ekki í úrslit Músíktilraunanna og líklega var þessi sveit fremur skammlíf.