Sammi brunavörður (1993-96)

Hljómsveit sem gekk undir nafninu Sammi brunavörður starfaði í Heppuskóla á Höfn í Hornafirði undir lok síðustu aldar og var sveitin því skipuð meðlimum á unglingsaldri.

Að öllum líkindum starfaði sveitin á árunum 1993 til 96 en ekki liggja fyrir miklar upplýsingar um hana, Jóhann Ingi Sigurðsson sem síðar var gítarleikari í Changer og Þórður Ingvarsson voru í þessari sveit en aðrar upplýsingar er ekki að finna um Samma brunavörð. Því er hér með óskað eftir upplýsingum um þessa sveit.