Ítrekun (1991-92)

engin mynd tiltækHljómsveitin Ítrekun starfaði á Höfn í Hornafirði um skeið upp úr 1990.

Sveitin var stofnuð upp úr hljómsveitinni Mamma skilur allt 1991 og starfaði a.m.k. í eitt ár, sveitin lék m.a. um verslunarmannahelgina 1991 í Atlavík.

Meðlimir Ítrekunar voru Ólafur Karl Karlsson trommuleikari, Björn Gylfason bassaleikari, Jónas Ingi Ólafsson gítarleikari, Heiðar Sigurðsson hljómborðsleikari, Björn Viðarsson söngvari og saxófónleikari og Aðalheiður Þ. Haraldsdóttir söngkona.

Sveitin mun einkum hafa leikið á sveitaböllum fyrir austan.