Ívar Halldórsson (1970-)

ivar-halldorsson

Ívar Halldórsson

Ívar (Jóhann) Halldórsson (f. 1970) hefur komið nokkuð víða við í tónlist þótt ekki hafi hann beinlínis verið mjög áberandi í íslensku tónlistarlífi.

Ívar var þó um tíma aðeins í sviðsljósinu um og upp úr 1990 þegar hann samdi lögin Gluggaást sem hann flutti í Landslagskeppninni (1990) ásamt Helgu Möller, Í einlægni sem hann samdi og flutti í Söngvakeppni Sjónvarpsins (1991) og Í leit að þér sem hann samdi fyrir Ruth Reginalds í sömu keppni, þá rétt um tvítugt.

Hann hefur ennfremur sent frá sér einstök lög sem hann hefur flutt sjálfur, verið viðloðandi trúarlega tónlist og söng t.a.m. á safnsnældunni Frá því að sól að morgni rís (1992), hann samdi síðan lag fyrir tuttugu ára afmæli ABC barnahjálp árið 2014 svo dæmi séu tekin.

Ívar hefur lengi starfað sem dagskrárgerðarmaður á útvarpsstöðinni Bylgjunni.