
Valgeir Sigurðsson
Afmælisbörn dagsins eru tvö að þessu sinni:
Ólafur Hólm (Einarsson) trymbill er fimmtíu og eins árs gamall í dag. Ólafur hefur um árabil verið trommuleikari hljómsveitarinnar Nýdanskrar en hann hefur leikið með ótal öðrum sveitum, þeirra á meðal eru Todmobile, Tweety, Burkina Faso og Dægurlagacombó Jóns Ólafssonar. Ólafur hefur einnig komið við sögu á plötum margra tónlistarmanna sem session leikari en þær plötur skipta mörgum tugum.
Valgeir Sigurðsson tónlistarmaður á einnig afmæli í dag en hann er fimmtugur. Hann vakti fyrst athygli manna í hljómsveitinni Birthmark en í seinni tíð hefur hann mestmegnis starfað sem upptökumaður í hljóðveri sínu, Gróðurhúsinu, rekið útgáfufyrirtækið Bedroom Community, og starfað sem tónskáld en hann hefur gefið út sólóplötur sem vakið hafa verðskuldaða athygli. Valgeir hefur starfað með fleiri hljómsveitum en þar má nefna Beefcake, Puzzle Muteson og Envelope.
Vissir þú að rithöfundurinn Bragi Ólafsson og þáverandi bassaleikari Sykurmolanna tók eitt sinn að sér að grýta sjónvarpi út um glugga á hótelherbergi í Leeds – bara til að prófa