Blúsbrot [1] (1986-93)

Blúsbrot var blússveit sem starfaði í nokkur ár í kringum 1990. Blúsbrot var að nokkru leyti skipuð sömu liðsmönnum og Bylur sem starfaði um svipað leyti, meðlimir sveitarinnar voru snemma árs 1989 þeir Vignir Daðason söngvari, Svavar Sigurðsson hljómborðsleikari, Leó Geir Torfason gítarleikari, Ólafur Stolzenwald bassaleikari og Hafsteinn Björgvinsson gítarleikari. Þá um vorið gekk Gunnar…

Kandís [1] (1992-93)

Hljómsveitin Kandís var fremur skammlíf soulhljómsveit sem kom með nokkrum látum inn á sjónarsviðið en hvarf þaðan jafnharðan aftur. Kandís var stofnuð haustið 1992 af Kanadamanninum George Grosman en honum hafði boðist að vera með tvö lög á safnplötunni Lagasafnið 2 sem þá var væntanleg fyrir jólin, sveitin var stofnuð í þeim tilgangi. Annað lagið…

Gæðaefni á ferð

Vestanáttin – Vestanáttin Gustuk GCD 004, 2015 Hljómsveitin Vestanáttin sendi nú í sumar frá sér plötu samnefnda sveitinni en hún er það fyrsta sem heyrist frá þessu ársgamla bandi. Það er kannski rétt að byrja á að taka fram að þrátt fyrir að fyrirfram væri ljóst að sveitin léki sveitatónlist tengdi ég tvírætt nafn hennar…

Vestanáttin sendir frá sér plötu

Hljómsveitin Vestanáttin hefur sent frá sér plötu samnefnda sveitinni en hún er skipuð þungavigtarfólki úr íslensku tónlistarlífi. Vestanáttin var stofnuð fyrir rúmu ári síðan af Guðmundi Jónssyni, lagasmiði, gítarleikara og söngvara (Sálin hans Jóns míns, Nykur o.fl.) með þeim formerkjum að leika hans eigin lög með sveitatónlistarblæ. Hann hóaði að sér til fulltingis öndvegisliði og…

Red house (1991-93)

Blússveitin Red house fór mikinn í blúsdeild skemmtistaða borgarinnar á árunum 1991-93. Sveitin sem kom fyrst fram vorið 1991 var tríó, skipað Færeyingnum James Olsen trommuleikara, Pétri Kolbeinssyni bassaleikara og Kanadamanninum Georg Grosman söngvara og gítarleikara. Red house lék mestmegnis á skemmtistaðnum Gikknum við Ármúla en einnig á ýmsum blústengdum samkomum. Örlygur Guðmundsson hljómborðsleikari lék…