
Magic Slim
Blúshátíð Reykjavíkur verður í aðal hlutverki í útvarpsþættinum Konsert á Rás 2 í kvöld en þátturinn er í umsjón Ólafs Páls Gunnarssonar.
Þar verður fyrirferðamikill blúsmaðurinn Magic Slim sem spilaði á Blúshátíð Reykjavíkur á Hótel Nordica árið 2009. Hann mætti til landsins með hljómsveitina sína The Teardrops og heillaði gesti blúshátíðar með söng og spilamennsku. Fjórum árum síðar lést Magic Slim 75 ára að aldri. Rás 2 var á staðnum og hljóðritaði tónleikana sem við heyrum megnið af í Konsert kvöldins.
Einnig verða spilaðar upptökur frá Blúshátíð Reykjavíkur 2007, frá tónleikum Lay Low og Klassart.
Konsert er á dagskrá Rásar 2 á fimmtudagskvöldum kl. 22.05