Afmælisbörn 16. mars 2017

Páll Óskar

Glatkistan hefur eitt afmælisbarn á takteinum í dag:

Páll Óskar Hjálmtýsson hinn eini sanni er fjörutíu og sjö ára gamall. Hann þarf vart að kynna en hann kom fyrst fram á sjónarsviðið á ævintýraplötum Gylfa Ægissonar, plötum Áhafnarinnar á Halastjörnunni og plötu með tónlistinni úr leikritinu Gúmmí Tarzan en allt þetta var þegar hann var enn rétt um og ríflega tíu ára gamall. Palli er af mikill söngfjölskyldu og hefur sungið mestmegnis sem sólóisti, hann hefur til að mynda gefið út margar sólóplötur, þá fyrstu 1993. Hann hefur þó einnig sungið með hljómsveitum eins og Milljónamæringunum og Casinó, og farið sem fulltrúi Íslands í Eurovision keppnina (1997). Palli poppar reglulega upp með stórsmelli í farteskinu.