Hugsun

Hugsun
(Lag / texti: Rúnar Þór Pétursson / Heimir Már Pétursson)

Ef hugsunin hefði vængi víða,
velli breiða með frjóum ökrum,
latur myndi tíminn líða,
leysa úr öllum hugans hnökrum.

Ef um æðarnar þeysti þrótti miklum,
þor til að kafa djúpt í myrkur,
úr læðingi leystist ofsafenginn
lífsins heiti og kaldi styrkur.

Ef augun eygðu óravíddir flóknar,
kjarna alls og himinblámans bjarma,
miklar myndu birtast brautir,
breiðar og hverfa inn í ramma.

[á plötunni Rúnar Þór Pétursson – Hugsun]