Viltu dansa?

Viltu dansa?
(Lag og texti: Magnús Eiríksson)

Vertu ekki smeyk
ég býð þér upp í sjeik.
Hvernig geturðu neitað mér,
er í dansinn býð ég þér?

Hvernig geturðu setið kyrr,
hvernig geturðu setið kyrr?
Hvernig geturðu setið kyrr,
hvernig geturðu setið kyrr?

Úti á gólfi er allt liðið,
allir dansa nema við.
Komdu líka með í sjeik,
komdu’ og vertu ekki smeyk.

viðlag

Allir dansa og djamma dátt,
dansa sjeik af öllum mátt.
Komdu líka, stúlkan mín,
þú þarft ekki’ að skammast þín.

viðlag

[m.a. á plötunni Aftur til fortíðar 60-70 II – ýmsir]