Amma raular í rökkrinu

Amma raular í rökkrinu
(Lag / texti: Ingunn Bjarnadóttir / Jóhannes úr Kötlum)

Amma gamla er syfjuð og amma gamla er þreytt.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Hún er orðin aumingi sem þolir ekki neitt.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.

Dautt er undir katlinum og kusa orðin geld.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Hér hér vantar mjólksopa og hér hér vantar eld.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.

Litlum litlum manni er kalt á sinni kló.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Mamma fór til himins og pabbi sökk í sjó.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.

Tottar hann og tottar hann nú tóman pelann sinn.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Lífið er nú svona’ og svona, litli stúfurinn minn
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.

Skjalda sýslumannsins er átján mörkum í.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Erfitt er og erfitt er að gleyma og gleyma því.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.

Kolin fluttu piltarnir til prestsins í gær.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Einn og einn svo grætur og annar hlær og hlær.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.

Amma gamla er hrædd við þessa stóru stóru menn.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Lof sé guði, að þú ert svona lítill trítill enn.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.

Það er svo margt sem breytist, þegar börnin verða stór.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Og yfir manni er himinn og undir manni er sjór.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.

Enginn veit og enginn veit hvar óskasteinninn býr.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Það gerast ekki lengur hin gömlu ævintýr.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.

Lítinn lítinn karlsson ég hugga og hugga vil.
Ramba-ramba,
þamba-þamba
og ró-ró-ró!
Hann vill eignast kóngsdóttur en hún er ekki til.
Bíum-bíum-bamba
og ró-ró-ró.

[m.a. á plötunni Stefán Íslandi – Áfram veginn]