Ég fer

Ég fer
(Lag / texti: erlent lag / Helgi Pétursson)

Ég er ferðbúinn og fer í nótt,
hljóð þú sefur sætt og rótt,
og koss frá mér það verður kveðjan mín.
Kvöld er komið og birtan þver,
kuldinn næðir og bráðum ég fer,
ég finn það strax hve sakna mun ég þín.

Eitt blíðasta bros frá þér,
brosið það mun ylja mér
og gleymast ei þótt leiðin verði löng.
Er flugvél flýgur með mig,
hve hratt nú fjarlægist ég þig.
Ó, ég vil vera kyrr.

Ó, hve oft ég hef hlaupið frá,
hve margar aðrar verið mér hjá,
ég sé það nú skipta ei máli mig.
Hvar sem er ég hugsa til þín,
hvað sem syng ég – ég syng til þín,
þá heim ég kem þú skalt verða mín.

Eitt blíðasta bros frá þér,
brosið það mun ylja mér
og gleymast ei þótt leiðin verði löng.
Er flugvél flýgur með mig,
hve hratt nú fjarlægist ég þig.
Ó, ég vil vera kyrr.

Komin er nú kveðjustundin,
kringlótt tunglið skín á sundin,
leggstu niður, lát aftur augu þín.
Lát drauma þína um daga þá,
daga sem ég dvel þér hjá,
duga þér þar til ég kem á ný.

Eitt blíðasta bros frá þér,
brosið það mun ylja mér
og gleymast ei þótt leiðin verði löng.
Er flugvél flýgur með mig,
hve hratt nú fjarlægist ég þig.
Ó, ég vil vera kyrr.

[m.a. á plötunni Ríó tríó – [ep]]