Langt langt í burt

Langt langt í burt
(Lag /texti: erlent lag / Jón frá Ljárskógum)

Langt, langt í burt til hárra heiða
hverfur mín þrá.
Langt, langt í fjarska faðminn breiða
fjöllin mín hvít og blá.

Langt, langt í burt til heima haga
hugurinn flýr.
Enn man ég liðna dýrðardaga,
dásamleg ævintýr.

Vorsins ljóð í hjarta hljómar,
hugur einn það veit.
Heim, heim í sál mér endurómar.
Eilíf er þrá mín og heit.

[engar plötuupplýsingar]