Ó, Súsanna

Ó, Súsanna
(Lag / texti: erlent / Jón frá Ljárskógum)

Þegar vorsins blær
í björkum hlær
og blessuð sólin skín,
þegar blána sund
og grænkar grund,
þá geng ég heim til þín.

Meðan söngvar óma’
og brosa blóm,
ég býð þér mína hönd,
og svo leiðumst við
í kvöldsins klið
um kærleiks draumalönd.

Ó, Súsanna, ég bind þér brúðarkrans,
og svo leiðumst við
um lífsins svið
í léttum, glöðum dans.

[engar plötuupplýsingar]