Jói útherji

Jói útherji
(Lag /texti Ómar Ragnarsson)

Öll þið eflaust þekkið Jóa,
hann var innherji hjá Val,
síðan útherji hjá KR.
Hann var alveg spinnegal
því knattspyrnan gerði’ hann oft svo æstan,
að honum héldu engin bönd,
og í einu af sínum háu spörkum
skaut hann niður önd.

viðlag
Hann er þekktur fyrir sín þrumuskot
alltaf þegar hann leikur knattspyrnu,
þá er það ekkert pot.
Og þetta æði’ á hug hans allan
og allur tíminn fer
í að elta bolta, horfa’ á leiki’
og hrópa og sleppa sér.

Þó væri’ hann aðdáandi Hermanns,
hann aldrei skoraði,
fyrr en dag einn er hann trylltist
og í gegnum mark sitt boraði.
Í gegnum þvögu fram og aftur,
hann einlék ofsareiðispark,
það var óverjandi skot í stöng
og inn í eigið mark.

Í úrslitaleik um daginn
í ofsabaráttu
þá hann átti að taka vítaspyrnu
á síðustu mínútu,
hann hugðist þrykkja’ honum beint í netið,
í stað þess stefndi hann upp í stúkuna
og sleikti menntamálaráðherrann.

viðlag

Jafnvel uppi’ í rúmi um nætur
hann ekki þolir við,
þá hann ólmast svo að konugreyið
hefur engan frið.
Í nótt hann versta grikk henni gerði
þá gaf hann henni spark,
svo hún endasentist út á gólf
og hann æpti: Það var mark!

viðlag

[m.a. á plötunni Ómar Ragnarsson – Fyrstu árin]