Draumur fangans

Draumur fangans
(Lag og texti: Freymóður Jóhannesson)

Það var um nótt þú drapst á dyr hjá mér.
Og dyrnar opnuðust af sjálfu sér,
og inn þú komst og kveiktir ljós mér hjá,
ég kaup að fótum þér í hljóðri þrá.

Þú lagðir hönd að brjósti mér svo blítt
að birta tók og mér varð aftur hlýtt.
Ó mikla stund hve létt var leiðin heim
um loftbraut hugans, vorsins bjarta geim.

En óskir rætast, bætist böl og stríð
í bláma fjarlægðar sést liðin tíð.
En við oss blasir björt og fögur strönd
og bak við hana sólrík draumalönd.

Þá leiðumst við í lífsins helgidóm
í ljúfum sporum vaxa munu blóm.
Og fótmál vor hvert skref á skammri stund
þótt skiljumst hér er heit um endurfund.

[m.a. á plötunni Vilhjálmur og Elly Vilhjálms – Bergmál hins liðna]